Nýjung á Íslandi

Alfen selur vörur sínar víða í Evrópu og nú loksins eru þær fáanlegar á Íslandi. Alfen á Íslandi flytur inn og selur hágæða girðingar, skjólveggi, svalahandrið og hlið frá verksmiðju Alfen í Póllandi. Allar vörur okkar eru úr áli og hægt að fá þær sérsniðnar að þínum óskum, bæði lit og stærðir. Vörurnar eru polyhúðaðar og hægt er að velja úr miklum fjölda lita.  Girðingarnar og skjólveggirnir eru annaðhvort boltaðar niður á steyptar undirstöður eða póstar úr áli steyptir niður á hefðbundinn hátt. Allar festingar eru úr áli eða ryðfrí stáli. Alfen í Pólandi hefur framleitt álgirðingar, svalahandrið og hlið í 25 ár. Sérsniðnar lausnir sem henta öllum sem eingöngu er notað fyrsta flokks hráefni í við framleiðsluna. Gætt er að öllum smáatriðum svo að viðskiptavinurinn fái allar sínar séróskir uppfylltar. Hjá okkur finnur þú girðingar, skjólveggi, svalahandrið og hlið bæði með og án aðgangstýringu. Með tilkomu viðhaldsléttra klæðninga á fasteignum á Íslandi eru vörurnar frá Alfen góð lausn þegar velja skal girðingar og skjólveggi, viðhaldsfrítt efni sem velja má í hvaða lit sem er fullkomnar bygginguna.